Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur fundað að nýju með SNR (Samninganefnd ríkisins) á nýju ári eftir þriggja vikna fríi að frumkvæði SNR.
Félagið hefur átt einn fund með SNR í janúar og er næsti fundur áætlaður á þriðjudaginn. Ráðgert er að funda tvisvar sinnum í viku næstu þrjár vikurnar.
Félagið hefur ekki fundað með samninganefnd Reykjavíkurborgar eftir áramót og ekki er komin dagsetning á næsta fund.
Engir fundir hafa fengist með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS).
Frekari fréttir af stöðunni verða birtar hér á heimasíðunni í framhaldinu