Hallur Páll Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Hann hóf störf þann 1.febrúar. Hallur Páll starfaði sem mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar árin 2007-2012. Áður var hann bæði deildarstjóri hjá stjórnsýslu -og starfsmannasviði Reykjavíkurborgar og starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, eða á tímabilinu 1994-2007.
Hallur Páll lauk MA-gráðu í mannauðsfræðum frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2004, prófi í rekstrar- og viðskiptafræðum árið 1995, auk BA-gráðu í heimspeki, sálfræði og bókmenntum árið 1977. Auk þess hefur Hallur kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands.
Hallur Páll sinnti ýmsum öðrum verkefnum samhliða störfum sínum hjá Reykjavíkurborg og var meðal annars formaður kjarasamninganefndar Reykjavíkurborgar um árabil.
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður Hall Pál velkominn til starfa.
Frá 1. febrúar 2013 er nýtt símanúmer Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 595 5140. Stjórn KVH hvetur félagsmenn til þess að nýta þjónustu skrifstofunnar í kjara- og réttindamálum.
Hægt er að hafa samband og senda póst á netföngin kvh@bhm.is og hallur@bhm.is