Félagsmenn KVH eiga möguleika á að sækja um styrki í sameiginlega sjóði BHM sem vinnuveitendur greiða í samkvæmt kjarasamningum. Á árinu 2015 voru umsóknir og úthlutanir til félagsmanna KVH með þessum hætti:
Úr Styrktarsjóði BHM voru samþykktar 952 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 30,9 milljónir. Það var um 9,2% af heildarúthlutun sjóðsins.
Úr Sjúkrasjóði BHM voru samþykktar 535 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 21,1 milljónir. Það var um 14,5% af heildarúthlutun sjóðsins.
Úr Starfsmenntunarsjóði BHM voru samþykktar 187 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 14,2 milljónir. Það var um 9,5% af heildarúthlutun sjóðsins.
Úr Starfsþróunarsetri háskólamanna voru samþykktar 93 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 14,2 milljónir. Það var um 7,4% af heildarúthlutun setursins.
Orlofssjóður BHM úthlutaði orlofshúsum/Íbúðum til 239 félagsmanna KVH, 240 nýttu sér flugmiða og nokkrir tugir félagsmanna nýttu sér hótelmiða og ávísanir. Alls voru úthlutanir Orlofssjóðs BHM til félagsmanna KVH 597 talsins.
Þá var einnig úthlutað í febrúar 2016 úr Vísindasjóði KVH, vegna ársins 2015, um kr. 28,6 milljónum til 323 félagsmanna, en sjóðfélagar eru aðallega þeir félagsmenn KVH sem starfa hjá sveitarfélögunum í landinu.