Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í apríl s.l. 4,9% á landinu öllu. Þessi niðurstaða byggir á úrtaksrannsókn 1.214 einstaklinga á aldrinum 16-74 ára.
Hins vegar mælist skráð atvinnuleysi 2,5% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, sem byggir á skráningum atvinnuleitenda. Fjöldi atvinnulausra á skrá var alls 4.601, en þar af voru háskólamennaðir 1.176. Af þeim voru viðskiptafræðingar alls 137 og hafði þeim fækkað um 37% frá sama tíma árið áður.