Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning KVH og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á hádegi í dag. Niðurstaðan varð sú að samningurinn var samþykktur með 80,6% atkvæða, 17,7% voru á móti en 1,6% skiluðu auðu. Á kjörskrá voru 98 og kjörsókn var 63,3%. Félagsmenn mega gera ráð fyrir að í næstu launakeyrslu verði laun leiðrétt og greidd afturvirk frá 1. september s.l.