Trúnaðarmenn KVH

Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustað. Hann er tengiliður milli félagsmanna og vinnuveitanda annars vegar og hins vegar milli félagsmanna og stéttarfélags.

Á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm félagsmenn starfa er starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöðum þar sem fimmtíu eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn.

Trúnaðarmenn eru kosnir til 2ja ára í senn. Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess vegna starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda. Heimilt er einstökum félögum að semja um aðra skipan á vali trúnaðarmanna. Val trúnaðarmanna skal tilkynna vinnuveitanda og stéttarfélagi þegar í stað, með meðfylgjandi eyðublaði (Almennur vinnumarkaður, Opinber vinnumarkaður).

Eftirtaldir teljast trúnaðarmenn og njóta réttinda sem kjarasamningslögin tryggja:

  1. Kjörnir trúnaðarmenn á vinnustöðum.
  2. Stjórnarmenn stéttarfélaga (hjá ríki og Reykjavíkurborg).
  3. Samninganefndarmenn stéttarfélaga (hjá ríki og Reykjavíkurborg).
  4. Fulltrúar í aðlögunar-, úrskurðar- og samstarfsnefndum (hjá ríki og Reykjavíkurborg).

Nánari upplýsingar um trúnaðarmenn:

  • Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986
  • Samkomulag um trúnaðarmenn milli aðildarfélaga BHM og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og ýmissa sjálfseignarstofnana frá 9. janúar 1989.
  • Lög um stéttarfélög og vinnudeilur, 9.-13. gr. laga nr. 80/1938.

 

Share This