Til félagsmanna KVH á ríkisstofnunum:
Samningaviðræður KVH og ríkis (SNR)
Samninganefnd KVH boðar félagsmenn sem starfa á ríkistofnunum til félagsfundar, mánudaginn 14. september, í fundarsal (H og I) á annari hæð Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundur hefst stundvíslega kl. 12 og áætlað er að honum ljúki ekki seinna en um kl. 13.
Fundarefni er staða kjarasamningaviðræðna KVH við samninganefnd ríkisins. Á fundinum verður gerð grein fyrir þróun viðræðna og stöðunni í dag, en samningur hefur verið laus síðan 1. mars s.l.
Fjöldi samningafunda er að baki og KVH hefur lagt fram vel rökstudda kröfugerð, tillögur og drög að nýjum samningi, sem rædd hafa verið ítarlega. SNR hefur hins vegar hafnað því meginatriði kröfugerðar KVH að hækkun launaliða verði í samræmi við þá launaþróun og þær launahækkanir sem aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa fengið á þessu ári og síðustu mánuðum, annað hvort með samningum eða úrskurði Gerðardóms. Þessi afstaða samninganefndar ríkisins er algerlega óásættanleg. Síðasta fundi aðila nú í vikunni lauk án árangurs og hefur annar samningafundur ekki verið ákveðinn.
Samninganefndin hvetur félagsmenn KVH sem starfa á ríkisstofnunum og eiga heimangengt að koma til þessa fundar sem hér er boðaður og ræða málin, áður en næstu skref verða tekin í kjaradeilunni við ríkið.