Fréttir frá BHM
-
Lifandi dauð!
03.12.2024
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd.
-
Opnunartími BHM yfir hátíðarnar
02.12.2024
Skrifstofa og þjónustuver BHM verða lokuð milli jóla og nýárs, en skilaboðum og símtölum verður svarað.
-
Félagsráðgjafafélag Íslands semur við sveitarfélögin
29.11.2024
Samkomulag Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað í gær, 28. nóvember 2024, með fyrirvara um samþykki félagsfólks.
-
Desemberuppbót 2024
28.11.2024
Allt félagsfólk aðildarfélaga BHM á að fá greidda desemberuppbót 1. desember. Uppbótin er föst krónutala sem tekur mið af starfshlutfalli og starfstíma.
-
Fjórir kjarasamningar samþykktir
27.11.2024
Félagsfólk í Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg hafa samþykkt kjarasamninga sem undirritaður voru fyrr í þessum mánuði. Samningarnir gilda afturvirkt frá 1. apríl 2024 og til 31. mars 2028.
-
Háskólafélög funda með frambjóðendum stjórnmálaflokka
22.11.2024
Þrjú háskólafélög innan BHM, Félag háskólakennara, Félag háskólakennara á Akureyri og Félag prófessora við ríkisháskóla, ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Félagi doktorsnema og nýdoktora við HÍ boða til málþings með fulltrúum stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram á landsvísu til alþingis. Alvarleg staða opinberu háskólanna verður rædd sem og stefna flokkanna í háskólamálum.
-
Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland?
22.11.2024
Í næstu viku fáum við tækifæri til að móta framtíðina. Þetta er stund til að íhuga hvað skiptir raunverulegu máli fyrir samfélag okkar, bæði í dag og til lengri tíma. Eitt af lykilatriðunum sem þarf að hafa í huga er staða háskólamenntunar á Íslandi og hvernig vanmat á henni getur haft víðtæk áhrif á lífskjör, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Framtíðin byggist á þekkingu, og hvernig við metum hana í dag mun móta möguleika okkar á morgun.
-
Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál
21.11.2024
Öll aðildarfélög BHM innan heilbrigðisvísinda ásamt þremur öðrum félögum heilbrigðisstarfsfólks, svokölluð breiðfylking, standa fyrir opnum fundi föstudaginn 22. nóvember kl. 12:00 þar sem fulltrúar allra framboða sem bjóða fram á landsvísu í komandi þingkosningum munu sitja fyrir svörum um málefni heilbrigðisþjónustunnar.
-
Samtöl BHM við forystufólk stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga
18.11.2024
Um áherslumál sem snerta félagsfólk aðildarfélaga bandalagsins, sem eru kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra, launamunur kynjanna, skortstaða í ákveðnum stéttum og endurgreiðslufyrirkomulag námslána.
-
Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum
12.11.2024
BHM lýsir yfir stuðningi við kennara í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Áherslumál kennarasambandsins snúa að virðismati starfsins, að kennarar fái sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir á vinnumarkaði.
-
Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga
08.11.2024
Reglubreytingarnar taka til úthlutunar styrkja til einstaklinga og gilda frá og með 8. nóvember 2024. Allar umsóknir sem berast Starfsþróunarsetri frá þeim tíma munu taka mið af nýjum úthlutunarreglum.
-
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði
04.11.2024
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að nýta séreignarsparnað skattfrjálst til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Um er að ræða annars vegar almenna heimild og hins vegar heimild til kaupenda fyrstu íbúðar. Nú ráðgera stjórnvöld að almenna heimildin falli brott í lok árs 2024. Í umsögn BHM um fjárlagafrumvarpið 2025 er lögð áhersla á að úrræðið verði framlengt. Heimildin hefur gagnast félagsfólki aðildarfélaga BHM vel og er því sérlega mikilvæg, ekki síst í ljósi hverfandi kaupmáttaraukningar háskólamenntaðra á vinnumarkaði.
-
Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
04.11.2024
Reglubreytingarnar taka til úthlutunar styrkja til stofnana, sveitarfélaga, sjálfseignastofnana og aðildarfélaga og gilda frá hádegi 4. nóvember 2024. Allar umsóknir sem berast Starfsþróunarseti frá þeim tíma munu taka mið af nýjum úthlutunarreglum.
-
Viska semur við Félag atvinnurekenda
01.11.2024
Viska og Félag atvinnurekenda (FA) undirrituðu nýverið nýjan kjarasamning. Með samningnum verður til fyrsti kjarasamningur fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA.
-
Ákall um kjark
29.10.2024
Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins.