Nýjar úthlutunarreglur sjúkrasjóðs BHM tóku gildi nú um áramótin. Mikill viðsnúningur hefur orðið á sjóðnum á síðustu tveimur árum og því ástæða til að hækka styrki.
Helstu reglubreytingar eru:
- Líkamsræktarstyrkur hækkar úr 12.000 kr. upp í 25.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
- Styrkur vegna meðferða á líkama og sál hækkar úr 70% af útlögðum kostnaði að hámarki 50.000 kr. upp í 75.000 kr. (engin prósenta tekin af útlögðum kostnaði) á 12 mánaða tímabili.
- Styrkur vegna tæknifrjóvgunar breytist með þeim hætti að greiddur er 125.000 kr. hámarksstyrkur á 24 mánaða tímabili (engin prósenta af útlögðum kostnaði).
- Sjóðfélagar hafa nú 24 mánuði frá fæðingardegi barns til að sækja um fæðingarstyrk í stað 12 mánaða.
- Einnig er veittur fæðingarstyrkur vegna andvana fæðingar eftir 22. viku meðgöngu og vegna fósturláts eftir 18. viku meðgöngu.
- Sjóðfélagar hafa 24 mánuði til að sækja um ættleiðingarstyrk í stað 12 mánaða.
Með batnandi stöðu sjóðsins stendur til að hækka styrki og sjúkradagpeninga enn frekar.
Hér má lesa nánar um nýjar úthlutunarreglur.